Um okkur

Fisfélag Reykjavíkur býður á hverju vori og sumri upp á námskeið í svifvængjaflugi. Kennsluna annast svifvængjaflugmenn Paragliding Iceland / Happyworld, með kennsluréttindi frá Fisfélagi Reykjavíkur og áralanga reynslu og þjálfun bæði hérlendis og erlendis.

Paragliding Iceland / Happyworld er fyrsta og eina teymið á Íslandi sem kennir og hefur atvinnu af svifvængjaflugi á Íslandi allt árið um kring. Í þeirra höndum ertu örugg/ur þegar þú tekur þín fyrstu skref fram af fjalli hangandi í væng, hvort sem er í einstaklings flugi eða sem farþegi í kynningarflugi.


 

Róbert Bragason, umsjónarmaður námskeiða á Íslandi, er frumkvöðull svifvængjakennslu á Íslandi með um 13 ára alþjóðlega flugreynslu. Róbert hefur þróað svifvængjaflugkennslu og kennt byrjendanámskeið síðan 2007. Sérsvið: listflug og veðurfræði.

 

 

 

Anita Hafdís Björnsdóttir, aðstoðarkennari, er flökkufugl sem líður best á bakpokaferðalagi með væng og myndavél um frumstæð fjöll. 9 ára flugreynsla frá ýmsum heimshornum. Hefur kennt svifvængjaflug í Suður Afríku og á Íslandi síðan 2012. Sérsvið: vængstjórn og lágflug.