Paragliding-Reykjavík-Iceland-Happyworld

Kynningarflug

Í kynningarflugi ferðu í loftið sem nemandi með flugkennara Fisfélags Reykjavíkur og þarft ekkert að læra fyrirfram. Þú færð létta kynningu á því hvernig svifvængurinn og flugið virkar. Það eina sem þú þarft svo að gera er að taka nokkur skref með kennaranum í flugtaki, njóta útsýnisins og frelsisins! …og taka svo nokkur skref aftur við lendingu. Ef þú ert í stuði geturðu jafnvel fengið að taka í stýrið!

Klæðnaður
Góðir skór, helst gönguskór.
Útivistarfatnaður miðað við veður, ath. að loftið kólnar því hærra sem farið er.
Vettlingar.
Þunn húfa undir hjálminn.

Veður
Svifvængjaflug er algerlega veðurháð íþrótt og við fljúgum eingöngu þegar aðstæður eru öruggar. Við fylgjumst vel með veðurspám og förum á flugstað ef líkur eru góðar.

Öryggið á oddinn!
Við fljúgum einungis í öruggum aðstæðum. Ef spáin stenst ekki og við teljum ekki öruggt að fljúga, þá annaðhvort hinkrum við aðeins eftir að aðstæður breytist eða förum heim og reynum aftur seinna. Svifvængjaflug er áhættusport og nemandi í kynningarflugi flýgur ávallt á eigin ábyrgð.

Smelltu hér til að sjá myndir, myndbönd og ítarlegar útskýringar á Happyworld síðunni okkar. Þar geturðu líka bókað kynningarflug eða gjafabréf. Svo máttu alltaf hringja í okkur í síma 780 6766.