Hvað næst?

Nú þegar líður að seinni helming námskeiðs eru margir farnir að velta fyrir sér hvað gerist næst; hvað gerist þegar námskeiði lýkur?

Það er einfalt:
1. Kaupa græjur; væng, harness, varafallhlíf, hjálm. Nánari leiðbeiningar hér.
2. Fara út að fljúga:

Facebook grúppa Fisfélagsins
Hér er allt að gerast; umræða um flugstaði, fundi, ferðir og allt sem viðkemur okkur og fluginu á Íslandi.
Paraskyldan
Tilkynningaskylda flugmanna. Hér talar fólk um hvert það ætlar og meldar sig jafnvel saman í bíla. Flottur vettvangur til að viðra skoðanir á veðri og aðstæðum og varpa fram spurningum.

Veðurþáttaspá
Veðurþáttaspá Veðurstofu Íslands
Belgingur
Veðurspá Belgings
Veðurathuganir
Skoðið þetta áður en þið mætið á staðinn, veðurspáin segir til um hvað mögulega gerist í framtíðinni, veðurathuganir sýna hvað er að gerast í núinu. Veljið landssvæði í valmyndinni til vinstri, skoðið svo veðurstöðvarnar til að sjá vindstyrk og vindátt, nýjar mælingar koma inn á klukkutíma fresti (ca. korter yfir heila tímann).
Vefmyndavélar
Vefmyndavélar Vegagerðarinnar eru stórsniðugar til að sjá veðrið áður en maður leggur af stað á flugstað.

Flightlog
Flightlog.org er frábær staður til að halda utanum um öll flugin sín. Hægt að slá inn handvirkt eða taka upplýsingar úr gps tæki. Nauðsynlegt að logga hér til að taka þátt í keppnum á Íslandi. Hér eru líka upplýsingar um flesta flugstaði á Íslandi. Líka mjög fróðlegt að lesa færslur annarra flugmanna í gegnum tíðina.

Helstu flugstaðir
Listi yfir helstu þekktu flugstaði með upplýsingum um áttir og aðstæður.
Flugstaðakort
Kort sem sýnir flugstaði á öllu landinu. Byggð á upplýsingum af veður.is og flightlog.org

Fisfélag Reykjavíkur
Heimasíða Fisfélagsins, hér er að finna allskonar upplýsingar sem tengjast félaginu okkar. Hér skráið þið ykkur á síðuna.

Svo er um að gera að halda hópinn og sósíalæsa, hittast á happy hour á rigningardögum og ræða stóru flugplönin, mæta á Fisfélags fundi (fyrsta fimmtudag í hverjum mánuði kl. 20 á Grund), mæta á viðburði og mót, hringja í nýja og gamla flugmenn, fá ráðleggingar, fylgjast með á Facebook, spyrja kjánalegra spurninga, pósta myndum, hringja í okkur (verið óhrædd við það því við erum geðveikt stolt af ykkur og viljum fylgjast með og fá að ráðleggja), hittast og gröndla saman þegar ekki er flugveður, elta aðra flugmenn á flugstaði.

Sú staða getur komið upp að þið séuð mætt á take-off en þó aðrir séu jafnvel að fljúga að þið treystið ykkur ekki í loftið, ef það er t.d. hvasst. Þá er um að gera að fylgjast með hinum og læra af þeim. Vindinn getur líka lægt og jafnvel komist þið í loftið aðeins seinna. Það er góð regla að hafa alltaf með sér vatn og eitthvað til að narta í. Parawaiting er stór partur af Paragliding sem þið eigið eftir að læra að njóta 😉 Stundum þarf að labba niður af fjalli aftur… en ekki hafa áhyggjur, fýluferðir eru nauðsynlegur þáttur í lærdómsferlinu og þeim fækkar með tímanum og reynslunni. Munið bara þetta gamla máltæki: It’s better to be on the ground wishing you were in the air, than in the air wishing you were on the ground.