Fyrsta námskeið sumarsins

Posted on May 7, 2013

Námskeiðið í Reykjavík byrjaði í gær. 16 nýjir nemendur mættu, en það eru þau Ásta, Rúnar, Vésteinn, Halldór, Bjarni, Birkir, Karolina, Reynir, Elías, Davíð, Arnar, Magnús, Snæbjörn, Ingó, Þórður og Viðar. Velkomin í geðveikina krakkar! 🙂

Fundurinn byrjaði á kynningu á náminu, fluginu og hvert öðru. Sumir höfðu verið á leiðinni í loftið í soldinn tíma, aðra hafði dreymt um flug í mörg ár og enn aðrir höfðu smitast í gegnum vini.

Því næst úthlutuðum við nemendum búnað miðað við stærð og þyngd, æfðum hvernig á að festa á sig harnessið (það sem þú situr í og festir þig við vænginn) og fórum svo að fljúga!

This slideshow requires JavaScript.

Fyrstu flugin fara fram með báða fætur á jörðinni og vænginn á lofti, en þannig er hægt að æfa stjórnun vængsins áður en að fjalli kemur, svokallað ‘gröndl’ (groundhandling). Nemendur lærðu að nota bremsurnar og þyngdarfærslu til að fá vænginn til að haldast uppi. Það gekk súper vel, sumir hafa þetta bara í sér einsog þeir hafi aldrei gert annað. Aðrir þurfa aðeins meiri tíma til að melta upplýsingaflæðið og samræma útlimi, en allir ungarnir náðu góðum tökum á grundvallaratriðunum.

Veðrið var fallegt en kalt. Við notuðum sérstaka gröndl-vængi sem eru mun minni en þeir sem við fljúgum venjulega á og sérstaklega gerðir til að æfa nýliða. Uppúr kl. tíu voru nýju ungarnir okkar orðnir soldið tættir og þreyttir og byrjuðu að tínast heim, með bóklegt heimaverkefni í farteskinu.

Og þá er það bara næsta skref í kvöld, ef veður leyfir… stærri vængir og meira gröndl. Hlökkum til að sjá ykkur 🙂

Be the first to leave a comment

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.