Landinn: Svifvængjaflug við Hafrafell

3. jún 2012 | 19:40

Frétta- og þjóðlífsþáttur í umsjón fréttamanna um allt land.

Í þessum þætti er Gerði Sigurðardóttur fylgt eftir þegar hún skellir sér í farþegaflug á vegum Fisfélags Reykjavíkur. Flugmaður er Hans Kristján Guðmundsson.

Myndbandsupptaka

Fallhlífastökkvarar við Festarfjall

Sammi orðinn frægur fallhlífastökkvari í Grindavík. Gaman að því 🙂

Fallhlífastökkvarar við Festarfjall 

Áhugamál fólks eru af ýmsum toga. Í gær sást til tveggja fallhlífastökkvara austur við Festarfjalla en a.m.k. annar þeirra er búsettur í Grindavík. Þeir tóku á sprett í brekkunum og nýttu uppstreymið við fjallið til þess að komast á loft og svífa um loftin blá.

Haraldur Hjálmarsson tók þessar skemmtilegu myndir af þessum ævintýramönnum í gær.

26. apríl 2012 // www.grindavik.is

Elín hékk í klettagjá

Björgunarsveitir og þyrla voru kölluð út í dag þar sem Elín hékk á klettavegg í Kömbum. Hún er fótbrotin en að öðru leyti vel á sig komin og létt í lund, enda ýmsu vön. Það var legendið hann Krisbí (fyrrum ofur-pg flugmaður og leiðbeinandi á námskeiðum) sem seig niður úr þyrlunni og sótti hana á ystu nöf.

Hér er sjónvarpsfrétt um málið:
Rúv.is