Preflight Checks

Mjög mikilvægt er að koma sér upp ákveðnu ‘preflight check’ og nota það fyrir hvert einasta flug. Þessi einfalda regla getur komið í veg fyrir afdrifarík mistök. Hér er stutt myndband frá Flybubble sem sýnir einfalt og gott preflight check.

Leyfis- og skírteinamál svifvængjaflugmanna á Íslandi

Fisfélag Reykjavíkur annast þjálfun svifvængjaflugmanna auk þess að gefa út alþjóðlega viðurkennd hæfnisskírteini fyrir félagsmenn sína. Félagið gerir þetta í krafti stöðu sinnar sem viðurkennt fisfélag skv. Reglugerð um fisflug og aðildar sinnar að FAI (Fédération Aéronautique Internationale) sem það hefur í gegnum aðild sína að Flugmálafélagi Íslands.

Umboðskeðjan

Umbodskedjan

Starfsemi Fisfélags Reykjavíkur heyrir undir Reglugerð um fisflug nr. 780/2006. Félagið er, skv. Þessum lögum, viðurkennt fisfélag af Flugmálastjórn Íslands sem aftur hefur eftirlit með starfsemi slíkra félaga. Reglugerð um fis getur um réttindi og skyldur viðurkenndra fisfélaga og þar kemur skýrt fram að meðal réttinda er að standa að, skipuleggja og tilnefna umsjónaraðila kennslu og þjálfunar á vegum félagsins.

Til hliðar við þetta samband Fisfélags Reykjavíkur og Flugmálastjórnar liggur svo aðild FR að FAI í gegnum Flugmálafélag Íslands. FAI var stofnað árið 1905 og starfar með flugmálafélögum aðildarlanda sinna en er sjálfstætt og óháð ákveðnu ríki. FAI hefur yfirstjórn og eftirlit með öllum keppnum og metum sem eiga að öðlast alþjóðlega viðurkenningu í flugíþróttum auk þess að vinna að framþróun áhugamannaflugs um allan heim. Það er tvennt sem Fisfélag Reykjavíkur sækir beint til FAI þegar kemur að kennslu og útgáfu hæfnisskírteina flugmanna sinna:

Í fyrsta lagi er það hinn alþjóðlegi fimm stiga Parapro þjálfunarstaðall FAI sem kennsla félagsins er byggð á. Í honum er getið um bæði bóklegt og verklegt efni sem mælst er til að nemendur fái þjálfun í.

Í öðru lagi er það útgáfa alþjóðlegra IPPI hæfnisskírteina (International Pilot Proficiency Information) frá FAI fyrir félagsmenn sína. IPPI skírteinin voru fyrst kynnt til sögunnar árið 1992 og eru nú viðurkennd um stærstan hluta hins sviffljúgandi heims. Lista yfir lönd sem viðurkenna IPPI hæfnisskírteini má finna á vef FAI en á þeim lista eru m.a. lönd eins og Ástralía, Bretland, Frakkland, Þýskaland, Ítalía, Noregur, Póland, Sviss og Suður Afríka svo aðeins nokkur séu nefnd.

Útgáfa IPPI skírteina á Íslandi

IPPI_CardIPPI_Card_-_back

Á grundvelli þess sem ofan greinir, gefur Fisfélag Reykjavíkur út IPPI skírteini fyrir félaga sína en félagið er sem stendur eini aðilinn á Íslandis sem fengið getur óútfyllt IPPI skírteini hjá FAI. Þessi skírteini kosta peninga og þessvegna eru skírteinin ekki gefin út til félagsmanna nema þeir óski þess.

Þegar byrjendur taka þátt í byrjendanámskeiði á vegum félagsins fylgja þeir Parapro kennsluáætlun. Þeir taka fyrsta stig parapro þjálfunaráætlunarinnar undir beinni handleiðslu kennara en ljúka svo Parapro 2 á eigin vegum og á eigin búnaði. Eftir að hafa lokið því geta þeir fengið IPPI skírteini sem staðfestir PP2 og eru þá fyrst útskrifaðir með stöðu „byrjenda“. M.ö.o; nemandi sem klárar námskeið en heldur ekki áfram, útskrifast ekki sem PP2 og fær því ekki skírteini því til staðfestingar.

Félagsmenn geta hvenær sem er óskað eftir því að félagið gefi út IPPI skírteini til staðfestingar á reynslu sinni en algengast er að þeir geri það þegar þeir sækja námskeið eða taka þátt í keppnum erlendis enda þarf hvergi að framvísa svona skírteini hér á landi. Það er á ábyrgð flugmanna sjálfra að meta reynslu sína m.t.t. Parapro staðalsins. Félagið er ekki í nokkurri aðstöðu til að leggja sjálfstætt mat á það hvort flugmaður hafi raunverulega öðlast þá reynslu sem hann segist hafa gert eftir að hann útskrifast af byrjendanámskeiði en vandséð er hversvegna flugmenn ættu yfir höfuð að vilja svindla á sjálfum sér með því að ýkja reynslu sína.

Niðurstaða

Félagsmenn í Fisfélagi Reykjavíkur sem hafa fengið viðurkennda þjálfun og öðlast reynslu þá sem kveðið er á um í Parapro staðlinum, eru a.m.k. jafn vel í sveit settir og flugmenn viðurkenndra flugklúbba annara landa sem viðurkenna IPPI kerfi FAI. Flugmenn sem ekki eru í Fisfélagi Reykjavíkur eða öðru viðurkenndu fisfélagi geta hinsvegar ekki verið með gilt hæfnisskírteini.

Þó er það svo að eigendum flugstaða er það í sjálfsvald sett hvaða kröfur þeir setja til flugs á svæðum sínum. Það er því til í dæminu að á flugstað í landi sem annars viðurkennir IPPI hæfnisskírteinin, séu gerðar frekari kröfur um leyfi eða hæfnisskírteini á grundvelli eignarréttarins.

Róbert Bragason

Ítarefni:

Reglugerð um fisflug
Parapro staðallinn
FAI / IPPI cards

Umferðarreglur í lofti

Endrum og sinnum gerist það að einstakir svifvængjaflugmenn bera það upp að umferðarreglur í lofti séu ekki virtar sem skyldi. Það geta vitaskuld legið margskonar ástæður fyrir því en oftast eru þar á ferð nýliðar sem standa enn ekki alveg klárir á helstu umferðarreglum. Mest hefur borið á þessum umkvörtunum eftir flug í „soaring“ aðstæðum t.d. í Hafrafelli.

Þetta eru þó ekki einu aðstæðurnar sem krefjast þess að svifvængjaflugmenn kunni og virði reglur sem miða að því að fleiri en þeir geti flogið um á öruggan hátt. Einnig kemur til flug í hitauppstreymi þar sem flugmenn nýta sér hitauppstreymisgeira eða „bólur“.

Síðast en ekki síst eru það svo umferðarreglur sem standa í samhengi við annarskonar loftför, s.s. mótordrifin loftför og atvinnuflug. Hér verður sjónum hinsvegar beint að umferðarreglum meðal svifvængja- og svifdrekaflugmanna. Öðrum reglum verða svo gerð skil í annari grein.

Stækkandi sport kallar á aukinn aga

Nýliðun í svifvængjasportinu hefur aukist nokkuð síðustu ár. Það er af sem áður var að allir fimm svifvængjaflugmennirnir þekktust og gætu „soarað“ hafgoluna í Hafrafelli á sama tíma. Nú er fjöldinn orðinn slíkur að stundum er þröngt á þingi í léttum aðstæðum í Hafrafelli. Auk þess hefur verið komið upp virku starfi á landsbyggðinni þar sem flugmenn fljúga í litlum eða engum tengslum við flugmenn í bænum.

Í þessu ljósi er orðið mikilvægt að allir sem fljúga svifvængjum kunni og fari eftir umferðarreglum þegar flogið er innan um aðra svifvængjaflugmenn. Hér gefur að líta allar umferðarreglur sem í gildi eru hér á landi milli svifvængja- og svifdrekaflugmanna og verður greinin uppfærð ef þurfa þykir í framtíðinni.

Almennt

Þegar flugmenn stefna hvor á annan í sömu hæð, ber báðum að víkja til hægri.  Almennt_vikid_til_haegri
Þegar flugmaður tekur fram úr öðrum hægfleygari, ber að fara fram úr honum hægra megin við hann.  Almennt_framurtaka
Þegar flugmenn fljúga í samleitri stefnu, veitir sá sem er með flugmann sér á hægri hönd honum forgang.  Almennt_haegri_reglan
Flugmaður sem er fyrir neðan, á alltaf réttinn fram yfir þann sem er fyrir ofan.

Hangflug við fjallshrygg (e. ridge soaring)

Þegar flugmenn stefna hvor á annan í sömu hæð, á sá sem hefur fjallið sér á hægri hönd, réttinn.  Hangflug_ridge_on_the_right_in_the_right
Ef flugmaður á hraðfleygum væng vill taka fram úr öðrum hægfleygari skal hann fljúga á milli fjalls og flugmanns sé því við komið.  Hangflug_framurtaka

Hitauppstreymisflug (e. thermalling)

Ef flogið er inn í hitauppstreymisgeira „bólu“ þar sem annar flugmaður er að hringa sig upp fyrir, skal flugmaður sem á eftir kemur fljúga sömu stefnu og hinn fyrri. (Rangsælis eða réttsælis).  Hitauppstreymisflug_stefna_inni_i_bolu
Flugmaður sem er fyrir neðan annan í bólu, og að klifra, á réttinn og sá efri skal víkja komi til að þess þurfi.  Hitauppstreymisflug_rettur_þess_sem_fyrir_nedan_er
Ef flugmaður kemur inn í bólu í sömu hæð og annar sem þegar er að hringa sig upp, skal sá sem á eftir kemur gefa þeim sem fyrir er, forgang til að halda áfram að klifra.  Hitauppstreymisflug_rettur_tess_sem_fyrir_er

Sérstakar kringumstæður

Þegar svifvængjaflugmenn ferðast til annara landa er ráðlegt að kynna sér reglur viðkomandi lands sérstaklega. Oftast nær gilda þessar sömu reglur en oft geta gilt fleiri reglur auk þess sem sumstaðar gilda kurteisisvenjur sem gott er að vera meðvitaður um.

Hvað sem öllum reglum líður skal ávalt hafa skynsemi með í för. Það er lítil huggun í því að hafa verið í rétti þegar slys ber að garði. Við raunverulegar aðstæður geta komið upp tilviki þar sem álitamál er hvor á réttinn séð frá þeim sem í hlut eiga. Einum flugmanni getur t.d. fundist hann nægjanlega hátt yfir hinum eða það langt frá honum, þegar þeir mætast við hrygg, að mætingarreglur eigi ekki við. Hinn flugmaðurinn kann að sjá þetta í öðru ljósi.

Þá er ein óskrifuð regla sem undirrituðum finnst að allir flugmenn ættu að hafa í hávegum; hún er sú að sýna byrjendum sérstaka tillitssemi og skilning á meðan þeir eru að taka sín fyrstu skref í fluginu.

Látum reglurnar þjóna okkur en ekki vera tilefni til óþarfa leiðinda. Langoftast er nóg pláss fyrir okkur öll í loftinu en þegar misbrestur verður á því að farið sé eftir reglum ætti vinsamleg athugasemd að nægja.

Róbert Bragason

Evolution of Foot Launched Flight

A very condensed animation of the evolution of foot launched creatures and human foot- launched glider development. I took particular care to show the metamorphosis of the various generations of flexible hang glider design during the 1960s through to the 90s.
It took maybe 30 hours per minute of footage for the production. Anyway, I like it and enjoyed doing it.

I used Flash Pro CS6 and imovie to edit.

More videos from Steve Ham at Vimeo

The Madsen Pack

Uploaded on YouTube May 9, 2010

I would like to present the Madsen Pack, after watching all the new and fancy ways of cell-packing a paraglider, that only works when there is no wind!

This has been my preferred way to cell-pack my glider for the last 4 years. I needed to find a practical way to pack my glider when its windy. This is what I ended up with.
You dont need to unclip your glider from the harness and the air is pushed out through the leading edge. (Remember to keep a gentle pressure with our knee when you push the air out).

The trailing edge of the glider will always fold at different places which is good for the fabric. The mylars in front are the only important bit to keep organized.
This method is fast and easy. It works in small places like my living room. I normally use about 3.5minutes to be completely finished with the packing of my entire kit from the moment I put down the glider.

I hope you like the Madsen Pack
www.ArcticAcro.com
www.MadsenLuftsport.no

XC Secrets: How To Read Clouds When Paragliding

Flybubble paragliding instructor Greg Hamerton explains how to play nicely with cumulus clouds, cloud streets, and how to cross them when going cross country on a paraglider.

Flybubble UK

EN classes explained

Material borrowed from BHPA En926_summary

Advice to pilots about choosing wings within the EN classes 
The EN 926 paraglider standards were formulated by a small working group of experts from several European countries – Working Group 6. This Working Group included Angus Pinkerton and Mark Dale from the BHPA.
The WG6 goal was to create a four-level glider certification standard, with the least stable level (D) being ‘safer’ than the previous certification schemes’ top levels, and with the most stable level (A) being ‘safer’ than any gliders then in production. To ensure that the WG kept on track (writing, testing and validating EN926 took the best part of ten years!) a simple description of these four classes was set down early on.
These descriptions were purposely kept simple for the benefit of WG6 members whose first language was not English. (WG6 was French sponsored, but as a Working Group of the German-sponsored TC135 Technical Committee. And conducted its business in English.) The BHPA FSC has recently recognised that the EN descriptors in the final standard, whilst fine for their original purpose as an aide-memoire to the working group, would benefit from further explanation.
The EN paraglider certification classifies gliders as ‘A’, ‘B’, ‘C’ or ‘D’. These classes are further explained in terms of the glider’s ‘flight characteristics’ and the ‘pilot skills’ required to fly the machine safely. The idea is that pilots can read the ‘flight characteristics’ and ‘pilot skills required’ descriptors, decide which of those four categories most closely matches their flying situation and needs, and then chose a glider that has been certified at that level. That way there is aperfectmatch. So step one is deciding whether you are an ‘A’, ‘B’, ‘C’ or ‘D’ pilot. Step two is buying a wing in that class. But have you really understood the descriptors when working out whether you are an ‘A’, ‘B’, ‘C’ or ‘D’ pilot? Let’s take a look at them.

Flight characteristics
This innocent-sounding heading is used to describe the glider’s tendency to get out of control and fall out of the sky -and the likelihood of you ever getting it flying again. So if you read the descriptor for ‘C’ class gliders, what this is telling you is that with one of these gliders you could reasonably expect ‘dynamic reactions to turbulence’. A dynamic reaction to turbulence would be, say, getting some choppy air on the edge of a thermal and suddenly finding you have an 80% collapse and the canopy trailing edge is below the horizon in front of you. If you are low on a windy UK hillside you may already be in a situation that cannot be recovered in the time and height available. The descriptor goes on to say ‘Recovery to normal flight may require precise pilot input‘. What this means is that the strong likelihood is that anything other than exactly the correct actions at precisely the right time will almost certainly make the situation worse and result in a cascade of other problems.

Pilot skills required
So what sort of pilot is the glider described above for? ‘Designed for pilots familiar with recovery techniques, who fly “actively” and regularly, and understand the implications of flying a glider with reduced passive safety.’ What does any of this mean? ‘Familiar with recovery techniques’ certainly does not mean the pilot has read about them in a book. It means he or she has done them before, and gets them right. Flies ‘actively’ means the pilot is askilled proponentof ‘active flying’who with constant accurate and precise control movements maintains the canopy pressurised and in position overhead. Flies ‘regularly’ does not mean the pilot flies once a month, nor does it mean boating along some coastal site in smooth air every Sunday. It means flies the best part of 100 hours a year in ‘normal’ thermic conditions and deals with it without drama. And ‘understands the implications of flying a glider with reduced passive safety’ means that you are entirely comfortable with the fact that you are going to experience major collapses and similar events on this wing -especially if you take any liberties with it or don’t pay attention -and that recovery (if possible at all) will depend upon you keeping a cool head and making precisely the right moves at the right time.

To clarify and amplify all the EN classification descriptors we have prepared the following table:  EN classes table

Cold Fronts and Warm Fronts

Þetta stutta myndband útskýrir hita- og kuldaskil á einfaldan máta.

Paragliding Reserve Test

Í þessu myndbandi eru 3 mismunandi varafallhlífar prófaðar og m.a. sýnt hvernig vængurinn er dreginn inn, hvernig á að lenda (PLF) og hvernig hægt er að æfa PLF (Parachute Landing Fall).

Fliegen ist Freiheit

Þýskt myndband með enskum texta sem fylgir ungri stúlku á byrjendanámskeiði í svifvængjaflugi. Lýsir ágætlega því súra og sæta sem nemandi gengur í gegnum til að komast í loftið á öruggan hátt.

Unexpected Scary Winds

Þetta myndband sýnir ágætlega hvernig hliðarvindur getur komið á óvart þegar komið er út úr skjóli. Svipað á t.d. við í Hafrafelli í sterkri norðanátt.