Námskeið á vegum Fisfélags Reykjavíkur

Fisfélag Reykjavíkur býður á hverju vori og sumri upp á námskeið í svifvængjaflugi. Námskeiðin eru haldin í Reykjavík og á Vík í Mýrdal. Kennsluna annast svifvængjaflugmenn Paragliding Iceland með kennsluréttindi frá Fisfélagi Reykjavíkur og áralanga reynslu og þjálfun bæði hérlendis og erlendis.

Kynningarflug. Í kynningarflugi ferðu í loftið í fanginu á flugkennara og þarft ekkert að læra fyrirfram. Þú færð létta kynningu á því hvernig svifvængurinn og flugið virkar. Það eina sem þú þarft svo að gera er að taka nokkur skref með flugmanninum í flugtaki, njóta útsýnisins og frelsisins! …og taka svo nokkur skref aftur við lendingu. Ef þú ert í stuði geturðu jafnvel fengið að taka í stýrið! Smelltu hér til að fá fleiri upplýsingar.

 

Byrjendanámskeið er fyrsta skrefið sem þú verður að taka til að læra að fljúga svifvæng á öruggan máta. Námskeið eru haldin á vorin og sumrin og útskrifar nemendur með alþjóðlegt leyfi til að fljúga á svifvæng. Smelltu hér til að lesa meira um byrjendanámskeiðið.