The First Forecast

The first weather forecast made in Iceland, 17. January 1920.

Veðurkort ásamt veðurlýsingu og fyrstu veðurspá Veðurstofunnar frá 17. janúar 1920, með rithönd Þorkels Þorkelssonar veðurstofustjóra. Ekki var þó farið að birta veðurspár fyrr en 1. ágúst sama ár. Þegar kortið var teiknað hafði Þorkell aðeins veðurathuganir tiltækar frá fimm íslenskum stöðvum auk Þórshafnar í Færeyjum, en athugunum frá allmörgum stöðvum öðrum hefur verið bætt við síðar.(Heimild: Hilmar Garðarsson, 1999. Saga Veðurstofu Íslands. Reykjavík: Mál og mynd, bls. 44)

Fleiri upplýsingar um gömul veðurfarskort hér.