Kynningarflug á Mærudögum 2014

Mærudagar á Húsavík 24-27 júlí 2014 Paragliding Iceland kynnir svifvængjaflug í samstarfi við Fisfélag Reykjavíkur.

Svifvængjaflug er einfaldasta leið mannsins til að fljúga. Búnaðurinn er einfaldur og passar í bakpoka. Mótorlaust vinnum við með náttúruöflunum til að haldast á lofti sem lengst og njótum útsýnisins með hinum fuglunum.

Sérstakt Mærudagaprógram:
Kynningartími 1: Þú ferð í allan búnað og lærir grunnhandtökin, á jörðinni, í að ná væng upp í flugtaksstöðu. Við erum einnig með litla æfingavængi fyrir börn.

Kynningartími 2: Hér ferðu skrefinu lengra og æfir að stjórna væng á jörðinni og gera klárt fyrir flugtak. Þeir sem eru fjótir að læra geta jafnvel tekist á loft!

Kynningarflug: Hér ferðu í flugferð með kennara á tvímenningsvæng, svífur yfir bæinn og fólkið, færð að taka í stýrið og kynnist því hvernig við notum loftstraumana til að fljúga hærra og lengra.

Sérstök Mærudagaverð:
Kynningartími 1: hálftími, 5.000,- (hentar bæði fyrir börn og fullorðna)
Kynningartími 2: tvær klukkustundir, 15.000,-
Kynningarflug: með kennara úr Húsavíkurfjalli, lent á ströndinni: 29.000,-

Nánari upplýsingar og pantanir í síma 823 3584.