Kynningarflug á Húsavík 24-26 júlí 2015

Posted on July 20, 2015

Mærudagshelgin á Húsavík 24-26 júlí 2015

Um Mærudagshelgina bjóðum við kynningarflug í svifvængjaflugi (Paragliding). Þú þarft ekkert að kunna en ferð í loftið með kennara á tvímenningsvæng, svífur yfir bæinn og hátíðahöldin, færð jafnvel að taka í stýrið og kynnist því hvernig við notum loftstraumana til að fljúga hærra og lengra. Við tökum af stað á toppi Húsavíkurfjalls og lendum á ströndinni.

Svifvængjaflug er einfaldasta leið mannsins til að fljúga. Búnaðurinn er einfaldur og passar í bakpoka. Mótorlaust vinnum við með náttúruöflunum til að fljúga hærra og njótum útsýnisins með hinum fuglunum.

Verð:
Fullt verð á kynningarflugi er 35.000,-
Sérstakt Mærudagstilboð 24-26 júlí er 28.000,-
ATH. Flest stéttarfélög taka einhvern og jafnvel fullan þátt í kostnaði á námskeiðum sem þessum.

Nánari upplýsingar og pantanir:
780 6766 | info@paragliding.is

Be the first to leave a comment

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.