Kynningarflug á Mærudögum 2014

Mærudagar á Húsavík 24-27 júlí 2014 Paragliding Iceland kynnir svifvængjaflug í samstarfi við Fisfélag Reykjavíkur.

Svifvængjaflug er einfaldasta leið mannsins til að fljúga. Búnaðurinn er einfaldur og passar í bakpoka. Mótorlaust vinnum við með náttúruöflunum til að haldast á lofti sem lengst og njótum útsýnisins með hinum fuglunum.

Sérstakt Mærudagaprógram:
Kynningartími 1: Þú ferð í allan búnað og lærir grunnhandtökin, á jörðinni, í að ná væng upp í flugtaksstöðu. Við erum einnig með litla æfingavængi fyrir börn.

Kynningartími 2: Hér ferðu skrefinu lengra og æfir að stjórna væng á jörðinni og gera klárt fyrir flugtak. Þeir sem eru fjótir að læra geta jafnvel tekist á loft!

Kynningarflug: Hér ferðu í flugferð með kennara á tvímenningsvæng, svífur yfir bæinn og fólkið, færð að taka í stýrið og kynnist því hvernig við notum loftstraumana til að fljúga hærra og lengra.

Sérstök Mærudagaverð:
Kynningartími 1: hálftími, 5.000,- (hentar bæði fyrir börn og fullorðna)
Kynningartími 2: tvær klukkustundir, 15.000,-
Kynningarflug: með kennara úr Húsavíkurfjalli, lent á ströndinni: 29.000,-

Nánari upplýsingar og pantanir í síma 823 3584.

XC-Ísafjörður

Verslunarmannahelgin 2013: Svifvængja mót á Ísafirði

XC-Ísafjörður er fyrst og fremst skemmtimót með það að markmiði að endurvekja nokkra fyrstu flugstaði landsins.

Þéttskipuð dagskrá (flug, flug, flug!) mun sjá til þess að engum tekst að láta sér leiðast.

www.xcisafjordur.info