Byrjendanámskeið

Byrjendanámskeið er fyrsta skrefið sem þú tekur til að læra að fljúga svifvæng á öruggan máta. Fisfélag Reykjavíkur heldur námskeið á vorin og sumrin og útskrifar nemendur með alþjóðlegt leyfi til að fljúga svifvæng. 

2019 dagsetningar námskeiða:

Reykjavík: 27. apríl – 24. maí
Vík í Mýrdal: Áætlað að hefjist 1. júní.

Til að skrá þig á námskeið eða fyrir fleiri upplýsingar, sendu e-mail á robert.bragason@gmail.com eða hringdu í Róbert í síma 898 7771

Kennt er skv. alþjóðlegum kennslustaðli og útskrifast nemendur með Parapro 2 stig. Kennd eru undirstöðuatriði svifvængjaflugs, beiting vængsins og fræðileg atriði á borð við veðurfræði, flugeðlisfræði, flugreglur ofl.

Smelltu hér til að lesa ítarlegar upplýsingar um námið og kennslustaðlana.

Fyrirkomulag námskeiðsins í Reykjavík:
Verklega kennslan fer fram á kvöldin og um helgar þegar til þess viðrar. Gert er ráð fyrir 6-8 skiptum í heildina þó það gæti tekið 4-5 vikur vegna veðurs. Bóklegt nám tekur nemandi á eigin hraða með kennsluefni (myndbönd) og krossaprófi á netinu.

Fyrirkomulag námskeiða utan Reykjavíkur:
Athugið að námskeiðin utan Reykjavíkur eru tekin í törn og er þá kennt allan daginn í 5-10 daga, sem fer eftir veðri hversu hratt við náum að fara í gegnum tékklistann.

Veður og vindar ráða óhjákvæmilega miklu um tímasetningar. Nemendur verða boðaðir í kennslu eftir veðurútliti. Því er ekki hægt að segja nákvæmlega til um hvenær tímar eru haldnir eða hvenær námskeiðum lýkur. Nemendur þurfa að vera tilbúnir að mæta þegar tímar eru boðaðir á námskeiðstímabilinu.

Námskeiðsgjaldið er kr. 135.000,- Innifalið er allur búnaður á meðan námskeið stendur yfir, félagsgjald í Fisfélagi Reykjavíkur og aðgangur að kennsluefni á netinu. Flest stéttarfélög taka þátt í kostnaði félagsmanna sinna við námskeið sem þessi og getur styrkur numið allt að kr. 40.000,-

Athugið að öryggi í svifvængjaflugi byggist á því að kunna réttu handtökin og ekki síður að meta aðstæður til flugs. Þátttaka í námskeiði á borð við þetta er nauðsynleg forsenda þess að menn og konur geti stundað þetta skemmtilega sport á öruggan og skynsamlegan hátt.

Hér má lesa meira um svifvængi og hvernig þetta allt saman virkar.

Til að skrá þig á námskeið eða fá fleiri upplýsingar, sendu e-mail á robert.bragason@gmail.com eða hringdu í Róbert í síma 898 7771