Bóklegt próf

Almennur fyrirvari
Til að útskrifast með alþjóðlegt PP2 skírteini í svifvængjaflugi þarf að taka bóklegt próf. Prófinu er skipt upp í eftirfarandi sex hluta. Einn eða fleiri svarmöguleikar geta átt við hverja spurningu. Spurt er úr efni sem nemendum hefur verið kynnt í fyrirlestrum, samtölum og samhliða verklegri kennslu. Til að ná prófinu þarf hlutfall réttra svara í hverjum hluta að vera minnst 60%.

Niðurstöður birtast sjálfkrafa um leið og hverjum hluta er lokið. Nemendum er frjálst að taka hvern prófhluta eins oft og þeim sýnist, en bent er á að kennarar sjá alla söguna. Reynið að vanda ykkur og takið ykkar tíma. Prófið er ekki byggt upp á ‘trick questions’ til að reyna að fella nemendur, frekar er því ætlað að auka þekkingu og benda á hvað þarf að skoða betur.

Hver prófhluti er 10-15 krossaspurningar sem tekur þann sem þekkir efnið nokkrar mínútur að leysa. Ekki þarf að taka alla prófhluta á sama degi og það skiptir ekki máli í hvaða röð.

Gangi þér vel og láttu okkur vita þegar þú ert búin/n 🙂

Flugeðlisfræði
Veðurfræði

Svifvængir og tengdur búnaður
Flugmennska
Flugreglur
Undirbúningur, þjálfun og öryggi