Africa Q&A

Hvenær eigum við að vera mætt?
Vera í Cape Town, tilbúin og ferðbúin í túrinn, eldsnemma morguns 29. des, kl. 8:00 eða jafnvel fyrr! Þannig að endilega mæta til landsins í síðasta lagi 28. des.

Þess má geta að það fylgir þessu ferðalagi ekkert ‘jet-lag’. Kl. 12:00 hjá okkur er klukkan 14:00 í SA.

Mæli með að taka næturflug frá Evrópu 27. des og þá vera komin til Cape Town um morguninn 28. des. Slaka svo á og njóta borgarinnar í einn dag.

Þarf að staðfesta þátttöku fyrir ákveðinn tíma?
Já, og borga 200 evrur í staðfestingagjald fyrir lok ágúst.
Greiðslu upplýsingar koma bráðlega.

Þarf að fara í einhverjar bólusetningar?
Við þurfum sprautur fyrir lifrarbólgu, taugaveiki og barnabólusetningu. Þetta kostar ca. 20 þús.
Tímapantanir hjá Ferðavernd í síma 535-7700. Láta sprauta sig í síðasta lagi mánuði fyrir brottför!
Fleiri upplýsingar hjá Ferðavernd og GSK.

Hvernig er veður – er nokkuð öruggt að það sé flug nánast upp á hvern dag?
Já, það er nokkuð öruggt, túrnum verður líka hagað eftir veðri. Veður er samt veður (jafnvel í SA) getum að sjálfsögðu ekki lofað neinu.

Ég er byrjandi, er í lagi fyrir mig að koma með?
Já, algjörlega! Við byrjum í Wilderness sem er mjög byrjendavæn strönd með sandöldum, þar munu byrjendur brilla frá morgni til kvölds og allir hrista rykið af gröndl hæfileikum sínum. Þar er líka súper langt ridge sem gaman og fallegt er að soara. Á erfiðari flugstöðum geta byrjendur alltaf flogið á morgnana og kvöldin þegar loftið er rórra og slakað á í skugganum á meðan lengra komnir slá persónuleg XC-, hæðar- og tímamet.

Hvernig er hitastigið, stuttbuxur og bolur alla daga eða þarf að gera ráð fyrir einhverju öðru?
Það er fríking heitt í SA á þessum tíma, en soldið kalt í yfir 3.000 mtr hæð!
Ég myndi segja:
stuttbuxur og stuttermabolur
síðar, þunnar buxur og síðerma þunnur bolur … ef þið skylduð brenna
til að fljúga í: svipað og á íslensku sumri
sundföt

Hraðbankar eða gjaldeyrir?
Hraðbankar á hverju strái, þetta er voðalega þróað.

Er eldunaraðstaða og ísskápur í gistingunni?
Já, en það er oft ódýrara að borða úti

Matvörubúðir aðgengilegar?
Já, á hverju strái

Hvaða leið er best að fljúga?
Til Cape Town

En ódýrast?
Quatar
KLM
Turkish airlines
Swoodoo
Ódýrasta sem ég hef séð núna (frá meginlandinu) er 120.000 fram og til baka (með stoppum), í fyrra fékk ég beint far með British Airways frá London til Cape Town á 112.000 (return) með mánaðar fyrirvara.
Vanir menn segja að besta verðið fáist 2 mán. fyrir brottför.
Svo er það ca. 35.000 til meginlandsins með Iceland Express eða Wow (muna svo að fylgjast með tilboðum).

Þarf vegabréfsáritun fyrirfram?
Nei, græjað við komu, ekkert vesen, flugvöllurinn er mjög módern

Nestar maður sig upp fyrir daginn eða verðum við nálægt stöðum þar sem hægt er að versla mat?
Bæði og, það fer eftir flugsvæðum, við skipuleggjum það tímanlega

Þarf maður eða má maður versla sér „sjálfsvörn“? (skotvopn)
Nei! og nei!

Eru einhver lög sem gott væri að vita fyrirfram svo maður brjóti þau ekki?
Nei
Bara muna að hafa með flugskírteinið sitt

Eru einhverjir siðir sem betra er að vita fyrirfram?
Nei, SA búar eru voða líkir okkur í húmor og þannig… flestir eru kristnir og mæta í kirkju á sunnudögum… veit ekki hvort þarf að varast það sérstaklega…

Eitthvað sem ber að varast?
Sólin þarna er mjög sterk!
Mæli með amk 30spf sólvörn, sólvörn á varirnar líka
Sólhattur eða derhúfa svo heilinn steikjist ekki
Flip-flops með í harnessið (eftir lendingu getur maður ekki beðið eftir að komast úr gönguskónum! og ekki gleyma að setja sólvörn á ristarnar líka)

Er hægt að leigja fluggræjur?
Já. Nýjan Swing Arcus 7, harness og varafallhlíf á SA Rand 2.000 (29.000 ISK á núverandi gengi) fyrir allan tímann (sem kostar venjulega R 350 á dag). Þarf að panta með fyrirvara.

Einnig er hægt að kaupa ýmislegt hjá honum Pete, og fá skattinn endurgreiddan á flugvellinum. Látið mig bara vita ef þið eruð að spá í slíku svo hægt sé að skipuleggja það tímanlega.

Hvað kostar ferðin
950 South African Rand á dag (14.000 ISK miðað við núverandi gengi) í 12 daga (29. des til 10. jan)
Innifalið:
. Guiding
. Gisting
. Morgunmatur
. Öll keyrsla
. Einstaklings-aðlöguð kennsla
Sjá nánar hér
Makar geta komið með ef pláss er fyrir hálfvirði.

Hefur makinn eitthvað að gera á meðan ég flýg?
Nóg til að gera flugmanninn afbrýðisaman! Shark cage diving, brimbretti, vínsmökkun (SA eru frægir fyrir gott vín) Robben Island (fangelsiseyjan þar sem Mandela sat inni), abseiling, jóga, hvítar strendur, gönguleiðir, markaðir, verslanir (tísku, íþróttavörur, vintage, minjagripa, hönnun), listasöfn, trendy barir og kaffihús, Waterfront (verslunarmiðstöð, kaffihús, matsölustaðir við sjóinn), Table Mountain (cable car eða ganga upp), allskonar dagsferðir, hvalaskoðun, mörgæsa ströndin, fossa-gönguleið í skógi.

Hérna eru svæðin sem við verðum helst á með linkum á fleiri upplýsingar:
Western Cape
Cape Town
Overberg
Garden Route

Wilderness
George
Hermanus
Paarl
Porterville
Sedgefield